Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2999 svör fundust

Hvaðan kemur sögnin að kenna og hvað merkti hún upphaflega?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur orðið kenna (d. undervise) - að kenna, kennari? Sögnin að kenna er svokölluð orsakasögn mynduð af annarri kennimynd sterkrar sagnar: kunna – kann -> kenna – kenndi - kennt. Sögnin kunna ‘þekkja, vita , geta’ er samgermönsk og af henni er kenna leidd eins o...

Nánar

Varðandi orðin: "bráðger börn": Hvað þýðir -ger í þessu nýyrði? Af hverju ekki bráðgefin, bráðþroska eða eitthvað álíka?

Síðari samsetningarliður lýsingarorðsins bráðger, það er -ger, er leiddur af stofni sagnarinnar að gera og er algengur í myndun lýsingarorða, til dæmis hálfger, grófger, dæmiger, alger, fullger, stórger, smáger og fleiri. Yfirleitt eru til hliðarmyndir með síðari liðnum -gerður (lýsingarhætti þátíðar) af lýsin...

Nánar

Hver er uppruni orðatiltækisins að "gera einhverjum skráveifu"?

Orðið skráveifa er gamalt í málinu. Það er kunnugt allt frá því á 14. öld sem viðurnefni Jóns nokkurs Guttormssonar skráveifu en hann var lögmaður norðan og vestan 1361. Um hann var ort og skráð í Flateyjarannál:Jón skreiddist skjótt skráveifa hljótt kamarsaugað út við ærna sút.Upprunaleg merking orðsins er óvi...

Nánar

Í hverju felst aðgerðin sem á að lækna króníska kinnholubólgu varanlega?

Aðgerð til að lækna langvinna kinnskútabólgu felst í að stækka opið frá skútanum út í nefholið og bæta þannig loftun skútans. Hér áður fyrr var byrjað á að gera op frá nefholinu neðst og inn í skútann niðri við botn en bifhárin í slímhúðarþekjunni vinna þá áfram í átt að hinu náttúrulega opi sem erfitt var að k...

Nánar

Er hægt að hlaupa hraðar aftur á bak en áfram?

Við vitum ekki svarið við þessari spurningu en fjölmargir vísindamenn vinna að því að rannsaka þetta áhugaverða og mikilvæga efni. Háskóli Íslands hefur sem kunnugt er í hyggju að komast í röð fremstu háskóla í heiminum á næstu árum og það hefur verið ljóst frá upphafi að leiðin að því markmiði er fyrst og fremst ...

Nánar

Hvað er danskt fet margir sentímetrar?

Eins og fram kemur í Almanaki Háskólans og víðar er danskt fet 31,39 cm. Það er þannig ívið lengra en bresk-bandarískt fet (foot, fleirtala feet, skammstafað ft) sem er 30,48 cm. Tvö dönsk fet eru í danskri alin sem er 62,77 cm. Í bresk-bandarísku feti eru 12 þumlungar eða tommur (inch, fleirtala inches, skammstaf...

Nánar

Hvort er rétt að segja „að taka rétta hæð í pólinn” eða „að taka réttan pól í hæðina”?

Orðasambandið að taka pól í hæðina er kunnugt úr nútímamáli. Það er dregið af orðasambandinu að taka pólíhæð eða að taka pólhæð en orðið pólíhæð er aftur dregið af danska orðinu, polihøjde. Orðin póll og pólíhæð eða pólhæð merkja hér 'viðmiðunarpunktur'. Orðatiltækið ‘að taka skakkan pól í hæðina’ er vel kunnug...

Nánar

Hvernig varð orðasambandið „að lepja dauðann úr skel" til?

Orðasambandið merkir að ‘draga fram lífið í mikilli fátækt, lifa við sult og seyru’. Sögnin lepja merkir að ‘ausa upp í sig vökva eða þunnri fæðu með tungunni’ eins og til dæmis hundar og kettir gera. Kunnugt er að fátækt fólk notaði áður fyrr skeljar í stað spóna eða skeiða og lítill sopi var þá í hverri skel. ...

Nánar

Þjóna geitungar einhverjum tilgangi í náttúrunni?

Dýr koma sér fyrir í fæðuvef tiltekins vistkerfis. Það er vafasamt að álykta að staða þeirra þar hafi einhvern sérstakan tilgang. Á Vísindavefnum er að finna svar um tilgang mannsins, Vilhálmur Árnason fjallar um það í svari við spurningunum Hver er tilgangur lífsins? / Til hvers er lífið?. Þar er ekkert komið inn...

Nánar

Fleiri niðurstöður